144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

lengd þingfundar.

[12:03]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég veit að ekki þarf að segja virðulegum forseta að það er alveg gagnslaust að halda þessu áfram nema höggvið verði á þennan hnút sem hér er í þingstörfunum. Og að hafa kvöldfund, ég tel það ekki eftir mér að vera hér á kvöldin ef þörf reynist en það hefur ekkert upp á sig að halda kvöldfund um þetta mál. Þetta minnir mig eiginlega á það þegar krakkar eru látnir sitja eftir og menn halda að það hafi einhver áhrif á þá. Ég get sagt virðulegum forseta að þó að hann hafi fund jafnvel til klukkan fjögur þá held ég áfram á morgun. Ég læt ekkert segja mér það. Hér er verið að brjóta lög um rammaáætlun og taka verður það til baka til að hér komist á friður.