144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

lengd þingfundar.

[12:08]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég greiði atkvæði gegn kvöldfundi. Mér finnst ekki rétt að setja á kvöldfund þegar ekki er búið að leysa úr þessari garnaflækju sem orðin er. Ég leit út um gluggann áðan og það var farið að snjóa og mér fannst það draga dám af ástandinu hér í þingsal. Það er kominn eins konar vetur, ísöld hérna inni og óáran. Einhvern veginn verður að hleypa sólinni inn og það er þá hv. meiri hluta að reyna að gera það, reyna að ræða ástandið sem er orðið hér. Það hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu að menn setjist niður yfir þetta mál og reyni að leysa það.

Ég ber virðingu fyrir virðulegum forseta og treysti því að hann reyni að beita sér í þessu máli.