144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

lengd þingfundar.

[12:15]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég ítreka enn og aftur að mér finnst ekki rétt að halda kvöldfund við þessar aðstæður. Ríkisvald sem beitir valdi sínu á þennan hátt er orðið óttaslegið um stöðu sína. Það er það sem er að gerast, núverandi valdhafar eru ekki nógu öruggir um stöðu sína. Þeir finna mikla gagnrýni á sig úr þjóðfélaginu, sem er réttmæt, og bregðast ekki við henni nema með því að setja hausinn undir sig eins og enginn sé morgundagurinn. Einhvern veginn verða menn að sýna að þeir séu starfi sínu vaxnir og hafi komist til valda vegna þess að þeim er treyst fyrir því að leysa mál, ekki einungis gagnvart kjósendum sínum heldur líka gagnvart kjósendum þeirra flokka og fulltrúa þeirra sem eru á þingi. (Forseti hringir.) Þannig verður hæstv. forseti að fara að hugsa og beita sér í málinu.