144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

um fundarstjórn.

[12:27]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Svo lengi má brýna ljáinn svo hann bíti og ég ætla að halda áfram að brýna hæstv. forseta til að grípa inn í þessar aðstæður. Sú dagskrá sem liggur fyrir er óásættanleg og menn verða að fara að setjast niður og fara yfir stöðuna. Það er ekki hægt að þjösnast svona áfram með sömu dagskrána án þess að taka tillit til minni hluta þingmanna á þingi sem standa þétt saman og það er enginn bilbugur á þeim. Þessi mikla samstaða um að þarna sé mál á dagskrá sem eigi ekki að vera á dagskrá eins og um það er búið, á að sýna forseta — sem er forseti okkar allra, og hann má ekki gleyma því — að hann má ekki detta niður í eitthvert pólitískt flokksval. Við eigum að geta treyst forseta til að grípa inn í aðstæður og ég geri þá kröfu til hæstv. forseta að gera það.