144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

um fundarstjórn.

[12:51]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Við deilum hér endalaust um túlkun á lögum og það er mikið vitnað í túlkun umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Hér langar mig að lesa aðeins túlkun frá skrifstofu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, með leyfi forseta:

„Má því segja að álitamál um heimildir Alþingis til að gera breytingar hvað umrædda átta virkjunarkosti varðar snúi að því hvort litið sé svo á að fyrir liggi „umfjöllun“ og „faglegt mat“ verkefnisstjórnar á þeim kostum. Ef litið sé svo á, samanber umfjöllun um virkjunarkostina í greinargerð, mætti halda því fram að Alþingi hafi heimild til að endurmeta þá umfjöllun og það faglega mat, að teknu tilliti til allra þeirra upplýsinga sem liggja fyrir úr 1., 2. og 3. áfanga rammaáætlunar, og á grundvelli þess leggja fram rökstudda breytingu á röðun þessara virkjunarkosta ef niðurstaða Alþingis verður á þá leið að lokinni könnun málsgagna.

Ítreka ber að lögin eru ekki skýr um þetta (Forseti hringir.) og e.t.v. gæti verið ástæða til að kveða skýrar á um þetta í lagatextanum.“