144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

ummæli sjávarútvegsráðherra og sameining skóla.

[15:21]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Frú forseti. Ég verð að koma hingað upp og tala um fundarstjórn forseta. Vegna orða hæstv. sjávarútvegsráðherra mátti skilja orð mín þannig að ég væri sammála tillögum hæstv. ráðherra varðandi makrílinn en okkur greindi aðeins á um leiðir. Það er ekki svo. (JónG: Þetta er ekki umræða …) Ég er gjörsamlega ósammála því að það eigi að kvótasetja makrílinn með þeim hætti sem er lagt til og það eigi að afhenda auðlindina til langs tíma og greiða eitthvert sáralítið gjald fyrir. Ég er algjörlega ósammála þeirri leið sem hæstv. ráðherra leggur til og vil fara allt aðra leið til að aðgengi að þessari auðlind verði réttlátt gagnvart fleirum en örfáum og greitt sé sanngjarnt (Forseti hringir.) gjald af henni. Ég verð að leiðrétta þetta svo að enginn misskilningur (Forseti hringir.) sé á ferðinni. Hæstv. ráðherra hafði síðasta orðið (Forseti hringir.) og þá verð ég að hafa síðasta orðið hvað mig varðar. (JónG: Þessi liður er um fundarstjórn forseta …)