144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

ummæli sjávarútvegsráðherra og sameining skóla.

[15:39]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Mig langaði til að spyrja virðulegan forseta sem nú er á forsetastóli hvort einhverjar viðræður séu í gangi við þingflokksformenn um hvernig megi leysa þann hnút sem við erum í þannig að hægt verði að ganga til venjulegrar dagskrár og ræða þau brýnu mál sem uppi eru. Við tölum um menntamálin núna. Það eru kjaramálin. Þjóðfélagið er að stoppa. Þjóðin mun tapa fullt af peningum og þó svo að okkur gangi nú allt í haginn þá eigum við ekki of mikið af þeim. Eru viðræður í gangi um að leysa þennan hnút út af þessari ólánstillögu meiri hluta atvinnuveganefndar um að brjóta rammalögin?