144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

ummæli sjávarútvegsráðherra og sameining skóla.

[15:46]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Frú forseti. Mér finnst gríðarlega ámælisvert að hér hafi legið fyrir um þó nokkurn tíma beiðnir um umræðu við hæstv. menntamálaráðherra um skólamálin og svo heyrir maður í fjölmiðlum að hann sé að taka ákvarðanir og gera jafnvel óafturkræfa hluti, eða alla vega eitthvað sem tekur mikinn tíma að vinda ofan af, í skólamálunum. Mér finnst hæstv. forseti hreinlega ekki fara nógu vel með dagskrárvald sitt. Auðvitað á hæstv. forseti að kalla ráðherrann hingað, setja skólamálin á dagskrá og gera okkur þannig kleift að ræða þau mál sem brýnust eru.