144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

ummæli sjávarútvegsráðherra og sameining skóla.

[15:51]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég vil taka aftur fram að ég hef ekkert út á fundarstjórn forseta að setja, en það var í þessum töluðu orðum að koma tilkynning frá þinginu til þingheims um að klukkan hálfþrjú á morgun hefjist sérstök umræða við hæstv. menntamálaráðherra að beiðni Svandísar Svavarsdóttur. Það er því þegar komið í farveg og er þar sameining skóla og sveigjanlegt kerfi framhaldsskólans. Það er eins og einhver æðri máttarvöld hafi loksins gengið í lið með okkur og kippt þessu allsnarlega í þann farveg sem hér hefur verið beðið um.