144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:33]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það eru fluttar hérna góðar ræður. Þetta er stórt og alvarlegt mál og rökin sem koma fram í ræðum manna, líkt og þau sem komu fram í góðri ræðu hv. þm. Páls Vals Björnssonar áðan, segja eiginlega allt sem segja þarf. Við eigum ekki að fara í þessa vegferð á þennan hátt. Þegar við getum látið fagaðila í verkefnisstjórn vinna sína vinnu og faghópa eigum við ekki að vera með inngrip í þá faglegu ferla. Ég tel fullt tilefni til þess að brýna hæstv. forseta til að taka þetta mál út af dagskrá og setja á dagskrá önnur mál sem brenna á þjóðfélaginu og við þurfum að takast á við, en nefnt hefur verið nýjasta dæmið með menntamálaráðherra sem er mjög alvarlegt.