144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:37]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Nú vil ég ógjarnan setja á langar ræður um fundarstjórn forseta, enda er ég næstur á mælendaskrá og hlakka mjög til að taka til máls um þetta mál. Ég vil þó færa það í tal að ég teldi eðlilegt að formaður atvinnuveganefndar, höfuðpaurinn í þessu samsæri öllu saman, hv. þm. Jón Gunnarsson, væri viðstaddur. Hann auglýsti sérstaklega eftir því í morgun að fá rökstuðning fyrir því þegar færð væru fram efnisrök fyrir því að afgreiðsla meiri hluta atvinnuveganefndar stæðist ekki lög. Ég hyggst fara yfir það í máli mínu á eftir þannig að ég held að honum væri áreiðanlega ánægja að því að sitja í þingsal og fylgjast með þeirri umræðu.