144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:54]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hv. þingmenn stjórnarmeirihlutans hafa ítrekað kallað eftir efnislegri umræðu um það mál sem er hér á dagskrá. Þá ber svo við að þegar umræðan mjakast áfram og hinar efnislegu umræður fara fram þá eru mjög fáir þessara þingmanna viðstaddir umræðuna til að taka þátt í henni og enginn hæstv. ráðherra og raunar ekki heldur hv. formaður atvinnuveganefndar. Mér finnst þetta enn ein rökin fyrir því að þetta mál eigi ekkert að vera hérna á dagskrá heldur eigi að taka það út af dagskrá og að umræður um störf hæstv. forseta eigi (Forseti hringir.) hreinlega betur við.