144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:04]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er mjög mikilvægt að sú ríkisstjórn sem hér situr fari vel með vald sitt. Atkvæðavægi hennar á þingi endurspeglar ekki kosningafylgi. Atkvæðavægið er mun meira en það ætti að vera að mínu mati og miðað við niðurstöður kosninga. Þess vegna ber þeim að fara vel með það og ég tel að í þessu tilfelli þegar verið er að ákveða dagskrá fari hæstv. forseti ekki vel með vald sitt. Ég hef spurt um það í tvígang hvort einhver ráðherra komi til með að fylgja málinu eftir. Mér finnst mjög óeðlilegt að umræðan haldi áfram í boði meiri hluta þingsins án þess að ráðherra sé viðstaddur umræðuna til þess að fylgja henni úr hlaði eða eiga við okkur efnislegar umræður.

Því spyr ég virðulegan forseta í mestu vinsemd hvort það standi til að einhver ráðherra sinni (Forseti hringir.) umhverfismálum á þessu þingi.