144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:12]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þetta er umhugsunarvert og einmitt það sem við höfum rætt áður og var rætt áðan varðandi framhald þingsins. Þessi dagur er að kvöldi kominn. Það er föstudagurinn eftir í þinghaldi, þriðjudagur og fimmtudagur, miðvikudagur er eldhúsdagur og föstudagur er svokallaður þingfrestunardagur. Það eru ekki margir dagar eftir. Það hefur gjarnan verið þannig að ríkisstjórn hverju sinni hefur leitað málamiðlana þegar líður að lokum um hin ýmsu mál og er hið besta mál að gera það og leita eftir góðu veðri, eins og sagt var áðan. En ég get ekki ímyndað mér að við í stjórnarandstöðunni höfum geð í okkur til að koma eitthvað til móts við ríkisstjórnina í ljós þess hvernig hún kemur fram við okkur. Forseti þingsins, Einar K. Guðfinnsson, með dagskrárvaldið í sinni hendi, ákveður að hafa þetta svona. (Forseti hringir.) Ég hef trú á því, virðulegi forseti, að síðustu (Forseti hringir.) dagar þingsins verði afskaplega erfiðir ef ekki fer eitthvað að gerast hér.