144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[19:08]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þessi svör. Ég átta mig á því að þingmaðurinn var búinn að fara yfir þetta í ágætri tölu sinni áðan. Mig langar að spyrja hann örstutt. Þegar rammaáætlun 2 var samþykkt og lögð fram bárust um 250 umsagnir, en stærstur hluti þeirra var ljósritaður og undirritaður af fólki, þær voru sem sagt samhljóða. Telur hv. þingmaður ekki að með því að hlusta á þær raddir allar og breyta niðurröðun rammaáætlunar þá hafi hin raunverulega sátt verið rofin, þ.e. þegar þingið tók rammaáætlun 2 og breytti niðurstöðu sérfræðinefndarinnar?