144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:12]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég óska eftir því eins og aðrir hv. þingmenn að hæstv. menntamálaráðherra komi hér í þingsal og fari yfir hvað er að gerast á framhaldsskólastiginu. Hvað er hæstv. ráðherra að gera á framhaldsskólastiginu? Hvenær eiga þessar breytingar að taka gildi? Eiga þær að taka gildi 1. ágúst í ár? Hvenær á þingið að fjalla um þessar breytingar, sem eru sannarlega stefnubreyting og hafa áhrif á aðgengi ungmenna að framhaldsskóla og jafnvel á kostnað þeirra við skólagöngu? Það hlýtur að þurfa að ræða þessa stefnubreytingu í þingsal. Það er ekki nægilegt að segja með einni setningu í texta með fjárlagafrumvarpi að til standi að skoða breytingar á framhaldsskólastigi. Það er ekki boðlegt fyrir hv. þingmenn.