144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:16]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Frú forseti. Ég tek undir með hv. þm. Helga Hjörvar að það er ekki boðlegt að enginn ráðherra sjái sér fært að vera viðstaddur umræðuna. Ég er búin ásamt fleirum að margóska eftir því að fá hingað hæstv. fyrrverandi umhverfisráðherra og forsætisráðherra. Auðvitað væri gott að fá fleiri ráðherra hingað, en ef enginn sér ástæðu til að vera viðstaddur umræðuna sé ég ekki ástæðu til að við höldum henni áfram. Er ekki rétt að allir fari heim í Eurovision-partí og geri eins og þá meiri hluti stjórnarliðsins er trúlega að gera núna?

En ég vil bara láta vita af því að eftir helgi verður bylting á Austurvelli og þá er kannski ekki gott að við stöndum áfram í sama ströglinu með þetta mál þannig að það er kannski gott að reyna að leysa það fyrir þann tíma.