144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:31]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Það væri auðvitað bót í máli að hæstv. atvinnuvegaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson væri við umræðuna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar svo að það væri einhver frá henni sem þekkti málið. En mestu skiptir að reyna að finna einhverja lausn á þeim hnút sem kominn er á þetta allt saman. Ég veit ekki hvort það væri kannski ástæða til þess að forseti reyndi að fá við það liðsinni hv. þm. Ásmundar Friðrikssonar, sem er einn úr stjórnarliðinu sem sérstaklega hefur lagt gott til málanna og talað fyrir lausn, og að menn taki það út úr þingsalnum og reyni að finna eitthvað út úr því í sameiningu. Það mætti kannski hugsa sér, virðulegur forseti, einhvers konar sáttanefnd undir forustu hv. þm. Ásmundar Friðrikssonar eða að minnsta kosti að tillaga hv. þm. Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um að málið gangi til nefndar og hætti þá í umræðu í salnum (Forseti hringir.) um sinn verði tekin á dagskrá og samþykkt. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)