144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:36]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Frú forseti. Það er mikið álag á innviðina okkar, það eru engir fjármunir settir í þá á þessu ári, það er enginn náttúrupassi, engar tekjur af því, og við blasir — ja, kannski ekki eins mikið ferðamannasumar og við áttum von á í ljósi nýjustu frétta sem við fengum í dag. En virkjanir eða áætlanir um þær eru ekki í vasa launafólks sem er hér í kjaradeilu, það borðar ekki rammann.

Stóriðjan getur heldur aldrei keppt við ferðamennskuna, hvorki í gjaldeyrissköpun né arðsemi, það er alveg ljóst. En alvarlegast af öllu er að við höfum hér starfandi verkefnisstjórn sem er að vinna á sama tíma og hér eru teknar ákvarðanir á Alþingi af hálfu örfárra þingmanna um störf þeirra, verkefni þeirra. Það er auðvitað mjög alvarlegt mál þegar við erum búin að ráða fagfólk til starfans en ákveðum svo að grípa fram fyrir hendurnar á því af því að við teljum okkur vita betur, (Forseti hringir.) eða þ.e. hv. sex þingmenn í atvinnuveganefnd.