144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:44]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Í Hraðfrystihúsi Dýrfirðinga á Þingeyri sögðu menn „jæja“ þegar þótti nóg komið. Ég held að það sé ástæða til þess að kalla eftir því að forseti svari þingmönnum, sem eiga að vera komnir á nefndarfundi klukkan liðlega átta í fyrramálið og voru hér á þingfundi til klukkan að ganga tvö í nótt, hvenær ætlunin sé að ljúka fundinum. Það er mála sannast að það fari best á því að það sé núna, virðulegur forseti.