144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:05]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég velti fyrir mér eftir ræðu mína hér í kvöld þegar við vorum að ræða um verkefni fyrir verkefnisstjórn 3. áfanga: Er hún að störfum? (Gripið fram í: Já.) Hefur hv. atvinnuveganefnd óskað eftir því að hún hætti störfum nú þegar nefndin er búin að leysa málin fyrir hana? Mér finnst þetta skipa svolitlu máli vegna þess að ég hef áhyggjur af því að hún vinni ekki nógu hratt. Ég er einn af þeim sem vilja að þessi nefnd ljúki verkefni sínu og þegar það er komið inn þá ljúkum við umræðunni um þessar fjórar tillögur sem bætt var við. Við getum afgreitt Hvammsvirkjun strax því að það er búið að afgreiða hana út úr verkefnisstjórn. Þetta er eina málefnalega málsmeðferðin um rammaáætlun sem ég get séð fyrir mér í þessari stöðu.

Ég ætla rétt að vona að menn séu ekki búnir að slá af verkefnisstjórn 3. áfanga. Það er ansi ankannalegt ef ætlast er til þess að við hröðum hér verkum og ljúkum afgreiðslu og fáum svo verkefnisstjórnartillöguna (Forseti hringir.) eða álitið eftir á. Það gengur engan veginn upp. Það sjá allir sem vilja.