144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:30]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni fyrir andsvarið. Það er kannski ástæðan fyrir því að við stöndum hér klukkan hálftólf á fimmtudagskvöldi og mótmælum því sem við teljum vera ofbeldi. Við erum að mótmæla afskræmingu á lýðræðinu, eins og hv. þingmaður komst að orði. Eins og hér hefur margoft verið sagt er nánast ný tillaga borin fram í síðari umræðu. Það er auðvitað ekkert annað en ofbeldi. Það er ekki illa farið með það orð að nota það í þessu samhengi. Virðingin fyrir bæði þinginu og þeim leikreglum sem við eigum að fara eftir og töldum okkur hafa náð sæmilegri sátt um er ekki virt. Ef það er ekki virt núna, hvað er þá næst? Það er auðvitað það fyrsta sem manni dettur í hug. Hvað verður á borði okkar næst?