144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:36]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég sat hér og hlustaði í kvöld þannig að ég veit allt um það, hv. þingmaður getur hlustað á það.

Hv. þingmaður spyr: Hvar vantar orku? Ég segi bara: Úr hvaða kjördæmi kemur hv. þingmaður? Finnst henni eðlilegt að við séum með bræðslur, fiskimjölsbræðslur, og eigum ekki rafmagn til að kynda þessar bræðslur? Við þurfum að flytja inn olíu og brenna með allri þeirri mengun sem því fylgir.

Það er mikil eftirspurn eftir orku, við getum ekki annað þeirri eftirspurn. Það er hrópað á gagnaver. Það er mjög athyglisverður iðnaður sem skapar vellaunuð störf. Eftirspurnin er því fyrir hendi. (Forseti hringir.) Eigum við ekki frekar að virkja og nota græna orku til að nýta sjávarauðlindirnar?