144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:38]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Hvar vantar orku? Ég hef spurt hv. þingmann: Þeir kostir sem eru í nýtingu, duga þeir ekki? Getum við lagað eitthvað innan lands, þurfum við að virkja meira? Er til næg orka í kerfinu? (Gripið fram í.)

Við þurfum ekkert að taka þessa umræðu, hv. þingmaður, um Eldvörp. Það var nefnilega því miður gegn okkar vilja, eins og hv. þm. Róbert Marshall kom hér inn á áðan. Ef við mundum ráða væru hlutirnir gerðir öðruvísi. Ef við förum eftir faglegu mati þá förum við eftir faglegu mati og eftir ferlið.

Það er hrópað á gagnaver. Af því að formaður fjárlaganefndar er hér þá hefur það komið fram að okkur hefur nú fundist vanta (Gripið fram í.) gagnaver. Það eru ekki komnar umsóknir, það er ekki áhugi, það hefur ekki komið fram. Það hefur verið kallað eftir því, og um það getur hann spurt sinn samþingmann í Framsóknarflokknum.

Ég spyr: Ertu búinn að selja orkuna, hv. þingmaður? Getum við nýtt þá kosti sem nú þegar eru í nýtingarflokki? Þurfum við fleiri? Þú hefur ekki svarað því, hv. þingmaður, frekar en aðrir.