144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:39]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Eins og fram kom fyrr í kvöld er ekki ætlunin að fundurinn standi lengur en til miðnættis og menn hafa gert ráðstafanir í samræmi við það. Ég sé að klukkuna vantar 20 mínútur í 12 eða svo og næsti hv. þingmaður getur þá ekki flutt ræðu sína og fengið andsvör í einni og sömu atrennunni því það ferli tekur rétt um hálftíma. Þannig að ég ætlaði að ganga úr skugga um að fundinum væri lokið, virðulegur forseti, og fá staðfestingu á því.