144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:52]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil fyrst segja að ég geri engar athugasemdir við það að halda hér áfram og inn í nóttina, eins og hv. þm. Róbert Marshall lýsti sig reiðubúinn til. Ef hv. þingmaður er áfram í sama stuði og fyrr í kvöld, þegar hann flutti okkur ljóð svo listilega, verður mikill bragur á því að enda kvöldið á ræðu hans, ef ég skil hæstv. forseta rétt yrði það síðasta ræðan. Ég vil jafnframt taka undir að hv. þingmaður, eins og hv. þm. Össur Skarphéðinsson dró athyglina að, hefur gríðarlega reynslu af miðhálendinu og við háttvirtir stjórnarþingmenn, meirihlutaþingmenn erum svo sannarlega tilbúin til að hlusta á ræðu hv. þingmanns.