144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:53]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég verð að lýsa miklum vonbrigðum með ræður hv. þingmanna Framsóknarflokksins. Ég er svolítið spældur. Ég tek það fram þótt ég hafi ekkert óhóflegt sjálfsálit þá finnst mér stundum að mér takist að halda þokkalegar ræður, en það hefur aldrei verið slík eftirspurn eftir þeim eins og nú allt í einu brýst fram hjá hv. þingmönnum Framsóknarflokksins gagnvart Róberti Marshall. Hvers á ég að gjalda? (Gripið fram í.) Ef maður hefur ekki sjálfsálit þá hefur maður ekkert. Það er bara svona.

Þannig að ég vil bara segja í fyllstu hjartans einlægni að þegar ég legg höfuð á koddann í kvöld þá hefði ég a.m.k. orðið miklu glaðari ef það hefði einhvern tímann komið fram arða af þessum óskum í minn garð. Ég verð bara að bíta í mín súru epli og fara hundspældur í háttinn á eftir.