144. löggjafarþing — 110. fundur,  22. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[00:26]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmanni var tíðrætt um, eins og komið hefur margítrekað fram, að deilt er um það hvort þessi breytingartillaga sé þingtæk. Mig langar að spyrja til hvers verið er að leggja þetta fyrir þingið og hvenær þingmenn eigi að koma með breytingartillögu ef ekki þegar þetta kemur í aðra afgreiðslu. Ekki getum við komið með það þegar mælt er fyrir málinu, þannig að það fer í nefnd og ég get ekki séð að það verði gert á öðrum tíma en í síðari umr.

Hér er ég með tvö álit úr tveimur ráðuneytum. Annars vegar getur þingið að mati ráðuneytis, að teknu tilliti til laga nr. 48/2011, lagt til breytingar á flokkun þeirra virkjunarkosta sem tillagan tekur til, enda hafi kostirnir fengið umfjöllun verkefnisstjórnar í samræmi við ákvæði laganna. Hins vegar er það iðnaðarráðuneytið: Það ber að benda á að faghópar hafa fjallað um alla framangreinda (Forseti hringir.) virkjunarkosti í 2. áfanga rammaáætlunar, þannig að því leyti liggur fyrir faglegt mat þótt deila megi um hvort það sé byggt (Forseti hringir.) á nýjustu gögnum. En það liggur fyrir faglegt mat.