144. löggjafarþing — 110. fundur,  22. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[00:27]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég og hv. þingmaður getum auðvitað talað um það í allt kvöld og höfum talað um það lengi að munur er á því hvort faglegt mat hafi farið fram sem felst í því að einhver fari upp að fyrirhugaðri virkjunarhugmynd, bleyti á sér fingurinn, setji hann upp í loft og segi síðan: Ja, nú er búið að meta þetta og þetta er í lagi. Eða hvort faghópar með verkefnisstjórn hafi sagt: Við mælum með því að þessi virkjunarkostur verði fluttur úr bið í nýtingu.

Hv. þingmaður veit nákvæmlega hvaða virkjunarkostur það er sem lagt hefur verið til af verkefnisstjórn að verði færður úr bið í nýtingu. Það er aðeins einn virkjunarkostur. Það segir í niðurstöðu eða úrskurði forseta að ekki liggi nægilega vel fyrir hvað faglegur úrskurður eða faglegt mat þýði. Ég er alveg hjartanlega ósammála því. Mér finnst lögin vera mjög skýr hvað það varðar og ég held því fram að maður geti gagnályktað af orðum hæstv. forseta og sagt: Það eru þá engir flokkar í gildi. (Gripið fram í: Fullskipaðir …) (Forseti hringir.) Það hefur þá hvergi farið fram faglegt mat svo að með fullnægjandi hætti sé hægt að segja: Þetta er faglegt mat. (Gripið fram í: Fullskipaðir faghópar …) Nei, þeir eru ekki búnir að klára …