144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:05]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er allt logandi í ágreiningi í samfélaginu. Það er líka ágreiningur hér inni. Það er einhvern veginn áfellisdómur yfir stjórnmálunum að hafa sett þessi ágreiningsmál öll í þann farveg að það nota allir sinn ýtrasta rétt. Hér er ástandið þannig að fólk notar sinn ýtrasta rétt í mjög miklum og augljósum ágreiningi. Ég og fleiri höfum reynt í marga daga að benda á að Alþingi ætti að fara á undan með góðu fordæmi og reyna að nota uppbyggilegar leiðir og allar þær leiðir sem eru til í verkfærakassanum til að leysa þennan ágreining, til að sýna að hægt sé að leysa ágreining með skynsamlegu móti. Kjaradeilur væru ömurlegar ef þær færu fram (Forseti hringir.) í pontu með bjöllu. Þetta er ekki besta leiðin, en er þetta ekki góður dagur, hæstv. forseti, til að reyna að leysa þetta mál?