144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:32]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Við greiðum hér atkvæði um dagskrártillögu um breytta dagskrá þar sem sett eru á oddinn og á dagskrá þau mál sem skipta mestu máli í þjóðfélaginu, sem eru kjaramálin, og að við tökum af dagskrá þá ólukkutillögu sem hér hefur verið rædd undanfarna daga.

Það er dálítið kómískt að þeir hv. þingmenn sem vilja endilega halda þessari þingsályktunartillögu á dagskrá voru ekki mættir hér kl. 10 til að byrja að ræða hana. Og þessir sömu hv. þingmenn voru hér fæstir í gærkvöldi þegar við vorum að ræða tillöguna en samt greiða þeir nú atkvæði um að hún verði áfram á dagskrá. Því er ég algerlega mótfallin og greiði þess vegna atkvæði með dagskrártillögu minni hlutans.