144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

mæting stjórnarliða.

[10:46]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Þeir sem standa fyrir þessu, hv. þm. Jón Gunnarsson og aðrir sem eru á þessum breytingartillögum sem stangast mögulega á við lög samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, (JónG: Rangt.) — mögulega, verða að setjast niður og forseti þarf að gefa þeim tækifæri til að setjast niður. Á meðan ræðum við önnur mál eins og stöðu vinnumarkaðarins, húsnæðismál Eyglóar o.fl. hérna í dag. Það er ekkert af eða á með þetta. Núverandi meiri hluta fannst síðasti meiri hlutinn brjóta á sér og tefja virkjunarframkvæmdir. Hvað með einhvers konar sáttatillögu? Ef hægt væri að finna einhverja sáttatillögu væri mögulega hægt að klára eitthvað af þessum kostum með fyrirvara um að það mætti ekki fara í að virkja þá fyrr en verkefnisstjórnin væri búin að klára 3. áfanga. Það er eitthvað. Ég hef ekki heyrt neinn tala um þetta. Það gæti verið möguleiki þannig að núverandi meiri hlutinn missti ekki einhverja mánuði og kæmist örlítið fyrr í þetta en þó væri ekki verið að brjóta lagarammann í kringum langtímastefnumótun í orkumálum. (Forseti hringir.) Hvers vegna hafið þið ekki talað um þennan möguleika? Þetta er möguleiki. Setjist niður og ræðið (Forseti hringir.) þessi mál og finnið lausn.

(Forseti (EKG): Forseti minnir hv. þingmenn á að nefna hv. þingmenn og hæstv. ráðherra fullu nafni.)