144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

mæting stjórnarliða.

[10:55]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Áfram höldum við á þessari villubraut. Hv. þm. Jón Gunnarsson heldur áfram að stýra þinginu traustri hendi og það virðist vera valdaafsal allra til hv. þm. Jóns Gunnarssonar. Maður bíður bara eftir tilkynningu um ráðherraskipti, það hlýtur að vera eitthvað í pípunum fyrst sá hv. þingmaður hefur svo gífurleg tök á þinginu. Hann er með hreðjatök á þessu þingi og allir brosa bara og ganga eftir honum gæsagang, hvort sem er Framsóknarflokkurinn eða aðrir. Ætlar fólk ekkert að fara að beita eigin hyggjuviti í þessum málum og sjá að þetta leiðir ekki til neins annars en endaleysu? Við erum stödd á þjóðþingi Íslands og ættum að sýna því meiri virðingu en að láta svona mál halda (Forseti hringir.) öllum störfum í gíslingu.