144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

mæting stjórnarliða.

[11:06]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon kallaði fyrr í dag eftir hófsama og skynsama hluta stjórnarmeirihlutans. Ég bið forseta að velta því fyrir sér hvort það megi vera að tregða hv. stjórnarþingmanna til að koma í þingsal til að greiða atkvæða gegn dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar hafi einmitt verið hljóðlát mótmæli þess hluta stjórnarmeirihlutans sem vill ekki lengur sitja undir ofríki meiri hluta atvinnuveganefndar. Má það vera að hófsami og skynsami hluti stjórnarmeirihlutans hafi þarna verið að sýna þögul mótmæli við því að hér séu ekki tekin á dagskrá mál sem nauðsynlegt er að ræða?