144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

mæting stjórnarliða.

[11:07]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hv. þm. Jón Gunnarsson sagði áðan að engin tillaga hefði komið frá stjórnarandstöðunni og kallaði eftir því hvað stjórnarandstaðan vildi gera í þessu máli. En hefur einhver tillaga komið frá hv. þm. Jóni Gunnarssyni til lausnar þessu máli? Hér kom fram að menn hafa dregið Hagavatnsvirkjun til baka sem var fyrirséð að væri algjör lögleysa og menn hefðu hvorki komist lönd né strönd með. Það kallast ekki að draga neitt til baka eða koma með sáttatillögu. Þeim sem hafa lengi búið við það að hafa völdin, geta ráðið öllu, þurfa aldrei að slá neitt af, kunna ekki að vinna með öðru fólki, sýna sáttavilja og ná niðurstöðu er svo gjarnt að arka sinn veg og hugsa: Ég má, ég get og ég ætla.