144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

mæting stjórnarliða.

[11:09]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég tel tilgátu hv. þm. Oddnýjar Harðardóttur ansi góða. Mér finnst fjarvera stjórnarþingmanna í þessu máli sem er svo mikilvægt að því er þröngvað inn á dagskrá dag eftir dag eiginlega gefa tilefni til að halda það. Þeir geta ekki mætt hingað smápart úr dagi til þess að standa sína plikt og því eru þetta hljóðlát mótmæli. Ég held að þessi tilgáta hv. þm. Oddnýjar Harðardóttur gæti átt við rök að styðjast og tel tilefni til að gera hlé á fundi og að forseti kanni raðirnar, kanni hvort fólk sé að missa áhugann á þessu fordæmalausa offorsi í að setja fjóra kosti í nýtingarflokk. Það er mín tillaga, hæstv. forseti.