144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

sáttatónn í stjórnarliðum.

[11:54]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Eftir tillögu hv. þm. Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í gær um að hætta umræðunni hér og láta málið ganga til nefndarinnar aftur hafa verið æ fleiri merki um að stjórnarliðar sjái margir nauðsyn þess að leita lausna á málinu. Hæstv. atvinnuvegaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hefur náttúrlega sýnt vanþóknun sína á þessum málatilbúnaði með því að halda sig fjarri þessari umræðu svo sem kostur er, enda upphaflega flutningsmaður málsins sem við höfum viljað fá til afgreiðslu en stjórnarmeirihlutinn í viðkomandi nefnd hefur komið í veg fyrir. Nú bætist það við að formenn þingflokka beggja stjórnarflokkanna koma í sáttahug undir dagskrárliðnum störf þingsins. Mér finnst einboðið, virðulegur forseti, að kallaður sé saman fundur formanna þingflokka og menn ræði það hér með hvaða hætti megi farsællega standa að störfum þingsins á næstu dögum, enda ekki margir dagar eftir af starfsáætlun.