144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

sáttatónn í stjórnarliðum.

[12:00]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Mér heyrist að nú sé lag að kalla þingflokksformenn til fundar og vita hvort við getum ekki hafið þennan dag á svolítið uppbyggilegri nótum en við höfum verið á undanfarna daga. Ég tek undir að nú heyrast meiri sáttaraddir frá ýmsum stöðum en undanfarna daga. Mér finnst góð hugmynd sem hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon kastaði hérna fram, að á meðan þingflokksformenn funda væri hægt að taka til afgreiðslu eða umræðu þau mál sem hafa verið afgreidd í samstöðu út úr nefndum. Ég held að það gæti gert braginn á þessu þinghaldi öllu jákvæðari.