144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

sáttatónn í stjórnarliðum.

[12:11]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Manni líður stundum við þingstörfin eins og maður sé staddur fyrir utan hús og mann langar mjög mikið að tala við fólkið sem er inni í þessu húsi, þarf þess nauðsynlega, maður bankar með pennanum í marga daga og hringir bjöllum en aldrei kemur neinn til dyra. Maður þarf samt mjög nauðsynlega að tala við þetta fólk. Mér líður núna eins og það sé komin smáhreyfing, einhver andlit út í glugga og eitthvað búið að draga frá einhver gluggatjöld. Mér finnst þetta góður dagur til að opna dyrnar og við mundum þá setjast niður saman í sólinni í grasið, (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) reyndum að vera til fyrirmyndar í þessu samfélagi og finna fallega lausn á þessu óskaplega deilumáli.