144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

sáttatónn í stjórnarliðum.

[12:13]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf):

Herra forseti. Það er nú meiri ræfildómurinn á þeim sem stýra hér húsum að sjá ekki til þess að menn setjist saman til að ræða hugsanlegar sættir í þessu máli. Það þarf hv. þm. Kristján L. Möller til að koma með beina ósk um að atvinnuveganefnd verði kvödd saman og þangað sömuleiðis kvödd verkefnisstjórn um rammaáætlun til að kanna hvort ekki sé flötur á því að ná einhvers konar samkomulagi sem fæli það í sér að þeirri rannsókn sem ólokið er á ýmsum kostum verði lokið og að það verði ekki fyrr en að þeim tíma loknum sem viðeigandi tillögur um virkjunarkosti verði teknar til umræðu. Það er að sjálfsögðu eina verklagið sem getur bjargað þessu. Það er verið að svindla og fúska og brjóta leikreglur lýðræðisins þegar okkur sem sitjum hér er til dæmis meinað að fá tvær umræður um meginpart þeirra tillagna sem hér eru til umræðu. Það veit hver heilvita maður.