144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

sáttatónn í stjórnarliðum.

[12:24]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég verð að segja að það skyggði örlítið á gleðina sem hafði hafist á loft þegar þingflokksformenn stjórnarflokkanna voru búnir að tala þegar hv. þm. Páll Jóhann Pálsson kom hér í pontu. Það lak ekki af honum samningsviljinn, það er óhætt að segja það.

Virðulegi forseti. Ef þetta er vilji meiri hluta nefndarinnar enn sem komið er og hann áttar sig ekki á því þegar ég talaði um hlaðborð af tilboðum þá er búið að bjóða nokkrar leiðir til þess að fara. Það er búið að bjóða það að setjast niður með atvinnuveganefnd. Það er búið að óska eftir því að halda fund með verkefnisstjórn. Það er búið að leggja til að tillagan verði kölluð aftur til nefndar án þess að málið sé tekið út af dagskrá. Það eru ýmsar leiðir sem eru færar. En fyrst og síðast er það þannig að fólk verður að tala saman. Það er ekki hægt að gera það eftir að málinu lýkur, virðulegi forseti. (Forseti hringir.) Það verður að gera það núna á meðan málið er inni í þinginu.