144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

breyting á starfsáætlun.

[14:12]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Það er þekkt að mál eru tekin fyrir í nefnd, jafnvel þó að þau hafi verið afgreidd til umræðu, ef ástæða þykir til, m.a. til upplýsinga. Forseti hefur hugsað sér að halda áfram enn um sinn eftir að [Kliður í þingsal.] sérstakri umræðu lýkur til þess að halda áfram umræðu um þessi mál (Gripið fram í.) og telur engu að síður að fundurinn á morgun sé mjög mikilvægur enda var kallað eftir honum. (BjG: Sýndarmennska.) Það var kallað eftir þeim fundi og brugðist fljótt við.