144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

breyting á starfsáætlun.

[14:15]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf):

Herra forseti. Ég hef aldrei heyrt forseta Alþingis ávarpa þingið með þeim hætti sem hæstv. forseti gerði núna, aldrei á minni lífsfæddri ævi. Hæstv. forseti veit ekki einu sinni hvenær á að hafa eldhúsdag, hann veit ekki hvenær þinginu á að ljúka, hann veit ekki hvenær þessum fundi á að ljúka.

Ég verð að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með hæstv. forseta. Hæstv. forseti segir að hann verði að lúta veruleikanum. Hver er veruleiki hæstv. forseta? Eru það þessir tveir talibanar sem halda þinginu í gíslingu? Er ekki kominn tími til að hæstv. forseti fari að hugsa um okkur hin sem líka sitjum hér og eigum líka okkar rétt?

Er ekki bara næst hjá hæstv. forseta að segja af sér ef hann er í reynd að lýsa því yfir að hann hefur ekki lengur stjórn á þinginu? Hann hefur ekki einu sinni stjórn á tveimur mönnum sem hafa tekið þingið herskildi. (Gripið fram í: Heyr, heyr!)