144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

breyting á starfsáætlun.

[14:17]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Hið eðlilega, virðulegur forseti, í þessari stöðu hefði verið að gera hlé á fundi og láta fundinn fara fram í nefndinni þannig að menn hefðu þá tök á því að ræða það í þessum sal þannig að það væri eðlileg framvinda af þessum fundi frekar en að boða til fundar á laugardegi. Er ekki gert ráð fyrir því að menn fundi á þriðjudaginn í næstu viku? Er eitthvað sem á að gerast á sunnudaginn í þessu? Eru menn að fara að virkja á sunnudag, eða hvað? Hvað veldur því að menn boða sérstaklega til fundar í fastanefnd þingsins á laugardegi? Hvað á að gerast á sunnudag og mánudag í þessu?

Það er dálítið furðulegt að halda umræðum áfram með fund sem á væntanlega að skila einhverju inn í þessa vinnu, ég kýs að trúa því. Ef það er raunverulegt og á að vera trúverðugt hlýtur að vera gefið færi á því að menn ræði það sem á að gerast á þeim fundi strax í kjölfarið hér, í þessum sal.