144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

fundur í atvinnuveganefnd og umræða um rammaáætlun.

[14:32]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Ég spyr mig: Hvar á þetta að enda? Nú er búið að boða fund í hv. atvinnuveganefnd í fyrramálið, en engu að síður á að halda áfram umræðu um málið hér í dag. Hvers konar skilaboð eru þetta, hvort sem við horfum til okkar á Alþingi eða út í samfélagið? Það er verið að senda þau skilaboð að þessi fundur í fyrramálið skipti alls engu máli, hann sé ekkert annað en sýndarmennska.

Hæstv. forseti. Ég fer þess vegna þess á leit við hæstv. forseta að hann endurskoði þessa ákvörðun og fresti fundi ekki síðar en strax.