144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

fundur í atvinnuveganefnd og umræða um rammaáætlun.

[14:35]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Þegar forseti hóf ræðu sína eftir matarhlé var ég vongóð og mér fannst andinn þannig að það væri kominn einhver leiðarvísir út úr þessum vonda hnút sem við erum í hér. Svo kom í ljós, eiginlega strax, að þetta var bara leikrit. Það eina sem forseti var að segja okkur var að nú væru öll bönd farin af og hann og ríkisstjórnin eða bara ríkisstjórnin ætlar að ráða hvernig þetta verður. Starfsáætlun er tekin úr sambandi og einhvern tímann sagði hæstv. forsætisráðherra að hann ætlaði að hafa þing fram í júlí. Til að bæta gráu ofan á svart héldum við að það ætti að vera fundur í atvinnuveganefnd á morgun en þá kemur hæstráðandi til sjós og lands, hv. þm. Jón Gunnarsson, og segir: Ne-hei, ég er nú bara búinn að aflýsa honum.

Hvað er í gangi hérna, forseti? Hvað er í gangi? Er þetta trúðaleikhús (Forseti hringir.) eða er þetta Alþingi Íslendinga?