144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

fundur í atvinnuveganefnd og umræða um rammaáætlun.

[14:36]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Frú forseti. Við erum því miður ansi mikið í lausu lofti þessa stundina. Hv. formaður atvinnuveganefndar kallar utan úr sal skilaboð yfir salinn um að það verði enginn fundur í atvinnuveganefnd í fyrramálið. Við erum því bara í lausu lofti. Ég er varaformaður atvinnuveganefndar og er ekkert upplýst um hvað er í gangi.

Ef sá fundur hefði staðið til hefði auðvitað átt að slíta fundi hér og taka þessi mál til umræðu í nefndinni. Við þekkjum það þegar verið er að semja að ef eitthvað er að fæðast fresta menn verkföllum og það má segja hið sama um þetta, menn halda ekki áfram með fund hérna þegar menn eru að reyna að lenda máli, a.m.k. kalla fram einhverjar lausnir með þeim fundi sem átti að vera í fyrramálið.

Því miður erum við enn og aftur í lausu lofti í boði hv. þm. Jóns Gunnarssonar. Það er bara allt í upplausn hérna og það er sorglegt fyrir þjóðþingið.