144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

fundur í atvinnuveganefnd og umræða um rammaáætlun.

[14:52]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég tel rétt að forseti geri strax hlé á fundinum af því að hér eru mjög villandi upplýsingar í gangi. Áðan kallaði hv. þm. Jón Gunnarsson að fundurinn yrði ekki í fyrramálið. Mér finnst rétt að hv. þingmaður upplýsi forseta og þingheim um það.

Ég verð bara að segja að ég hvet (Gripið fram í.) Vestfirðinginn, hv. þingmann og forseta þingsins, til að hlusta á þau varnaðarorð og þau góðu ráð sem komu frá hv. þm. Katrínu Jakobsdóttur. Það er ekkert vit fyrir forseta að lesa þannig í stöðuna að það sé skynsamlegt og í lagi að halda áfram með fundinn miðað við það ástand sem er í þinghúsinu og það hversu mikil vitleysa það er að vera með þetta mál á dagskrá í ljósi þess að mjög stór og brýn mál eru að koma hér inn og brýnt að þau séu leyst í sátt. (Forseti hringir.) Þetta er ekki til þess fallið að það verði hægt að hafa hér eðlilegt þinghald. Það er alveg ljóst, forseti, og ég skora á þig að hlusta á okkur einu sinni.