144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

fundur í atvinnuveganefnd og umræða um rammaáætlun.

[14:54]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Nú liggur fyrir að það er búið að taka út af vef Alþingis fundinn sem hafði verið boðaður í fyrramálið. Hvort heldur hefði orðið af honum eða honum er ætlað að verða á þriðjudaginn, eftir helgina, held ég að það hljóti að þýða að málið er komið inn til nefndarinnar. Best færi á því fyrir bæði málið og þingið að við létum gott heita í bili og færum inn í hvítasunnuna í góðum anda væntanlega.

Ég man ekki betur en að á síðasta kjörtímabili hafi þinghaldi verið frestað meira að segja í eina tvo daga meðan unnið var að einhverju samkomulagi um þinglok. Þá var bara ekkert þinghald meðan unnið var að því að reyna að leysa mál. Ég held að það sé ágætt í ljósi þess að hér þarf, eins og kom fram áðan, að biðja um gott veður varðandi mörg önnur mál og framvindu þingsins gagnvart stjórnarandstöðunni. Ég kalla eftir þessu samtali nú þegar.