144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

fundur í atvinnuveganefnd og umræða um rammaáætlun.

[14:57]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Ég held að öllum hljóti að vera í fersku minni þegar hæstv. forseti flutti ræðu í upphafi þings á sínum tíma þegar hann tók til valda og hvatti til breyttra vinnubragða varðandi það að fá frumvörp inn í þingið á réttum tíma. Nú sitjum við undir lok starfsáætlunar þingsins þegar hæstv. forseti hefur þurft að blása starfsáætlun af og maður hefur ekki hugmynd um hvað tekur við. Það eru væntanlega einhver frumvörp. Kannski kemur frumvarp um afnám gjaldeyrishafta og eitthvað um húsnæðismálin. (Gripið fram í: Kannski.) Það er ekki búið að ákveða neitt af þessu. Niðurlægingin gagnvart hæstv. forseta er sú að hann tekur á móti skilaboðum, hann fer með ræðu í forsetastóli og segir okkur hvernig þetta verði. Hann segir að það verði fundur á morgun í atvinnuveganefnd og verður svo að taka við skilaboðum utan úr sal um að sá fundur sé ekki lengur á dagskrá. Mér finnst meðferð stjórnarmeirihlutans á hæstv. forseta (Forseti hringir.) orðin þannig að það sé full ástæða til að fara að skoða það sérstaklega.